Blessuð
Nóttin gekk mjög vel hér í Kaldárseli og flottir krakkar sem stóðu sig eins og hetjur. Í gærkvöldi ætlum við að hafa kvöldvökuna úti en veðurguðirnir komu í veg fyrir það. Við náðum þó að grilla sykurpúða í lok kvöldvökunnar. Það voru þreyttir krakkar sem sofnuðu í Kaldárseli í gær.
Ennnnn…nú er komin sól og blíða og allir komnir út að leika. Sumir eru að sulla í ánni, aðrir smíða og svo fóru nokkrir út í hraun. Allt á fullu. Það verður ein stutt ganga í dag og við reiknum með að vera komin heim um kl 15:30-16:00.
Kveðja
Kaldárselsgengið