Dagurinn byrjaði á morgunmat og morgunstund, og síðan var frjálst þangað til að hádegismaturinn kom. Í hádegismatinn var boðið upp á grjónagraut. Síðan var sérstakur liður sem kallast Peace-War-Peace og er leikur úr CISV sumarbúðunum. Þetta er átakanlegur leikur sem snýst um hvernig það er að bregðast við stríði.

 

Næst var kaffitími þar sem það var súkkulaðikaka, og eftir það var komið að EM leik kvenna í fótbolta, og það var líka undirbúningur fyrir hæfileikakeppni Kaldársels, sem var haldin stuttu síðar. Þar voru sýnd atriði á borð við fimleika, dans, söng og önnur skemmtileg atriði eins og mini-hæfileikakeppni inni í hæfileikakeppninni.

 

Ef það er eitt sem krakkarnir í Kaldárseli eru búnir að vera spenntir fyrir þá er það útilegan. Ég fékk spurningar um hana örugglega á klukkutíma fresti dag og nótt. Hún var loksins í dag, en Lionsklúbburinn Hafnarfirði gaf okkur leyfi til að tjalda í lundinni þeirra, og við fengum risastór tjöld lánuð frá Skátafélaginu Mosverjar.

 

Í kvöldmatinn var kjúklingur og franskar, og síðan var haldið beint í útileguna. Við héldum hefðbundnu kvöldvökuna okkar á tjaldsvæðinu, þar sýndu krakkarnir í þúfuseli og sléttuseli heldur betur eftirminnileg leikrit þar sem fótboltamenn fóru í sund, og annað þar sem Hans og Gréta voru hluti af Alpha-kynslóðinni.

 

Það voru grillaðir sykurpúðar, sagðar sögur og síðan var bara farið í háttinn. Útilegan gekk vonum framar og langflestir náðu að sofa vel. Þetta fer að renna undir lok hjá okkur því fimmtudagurinn er síðan síðasti heili dagurinn.

 

Kveðjur úr Kaldárseli

Guðni Nathan forstöðumaður

Myndir frá flokkinum má sjá hér: https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72177720327239086/