Mikið stuð hefur verið í Kaldárseli síðustu vikuna þó að lítið hafi spurst af því hér á netinu. Vandinn liggur í netleysi í Kaldárseli sem verið er að reyna að laga. Einn stjórnarmeðlimur tók því á það ráð að skjótast uppeftir í gær og sækja minniskubb með fullt af skemmtilegum myndum frá fjöri vikunnar.
Myndirnar má finna hér.
Eins og myndirnar bera með sér eru allir í góðu yfirlæti uppfrá og gleðin ræður ríkjum.