Sannarlega hefur verið stuð í Kaldárseli í þessari viku. Starfsfólk og börn eru orðin pínulítið þreytt en allir eru kátir og glaðir eftir frábæra viku! Fæst erum við að trúa því að þetta sé í alvörunni bara búið því þetta hefur verið svo gaman og svo fljótt að líða, allir orðnir svo góðir vinir að fólk vill síður kveðjast.

Sérstaklega hefur stelpunum gengið vel að vera vinir. Við ræddum það strax í byrjun flokksins hvernig góður vinur á að vera og hvort við þyrftum þá ekki að vera slíkir vinir fyrir vini okkar líka og ákváðum að æfa okkur í þeim þáttum sem okkur finnst einkenna góðan vin. Þetta hefur gengið vonum framar og stelpurnar eru orðnar afar duglegar að standa með hverri annarri, vera góðar hver við aðra, kurteisar, hjálpsamar og skemmtilegar. Sjálf verð ég að viðurkenna að ég held ég hafi aldrei verið með svona frábæran hóp í Kaldárseli – og hef ég þó haft þá nokkuð marga skemmtilega.

Elsku foreldrar, takk fyrir að leyfa okkur að verja þessum skemmtilega tíma með stelpunum ykkar, þær eru allar sem ein algerir gullmolar sem hefur verið svo gaman að kynnast. Ég þarf auðvitað ekki að segja ykkur það en þið eigið stórkostlegar stelpur!

Minni svo á að stelpurnar þarf að sækja í Kaldársel kl 13 í dag.

Takk fyrir frábæra viku
Anna Arnardóttir
Forstöðukona