Fyrsti dagurinn gekk rosalega vel. Við reyndum að nýta veðrið vel og vorum meira og minna úti í allan dag. Eftir morgunmat og samverustund þá var frjáls tími þar sem krakkarnir fengu að kynnast staðnum. Einhverjir byggðu kofa, aðrir byggðu virki og bú og enn aðrir óðu í ánni og sulluðu eða drullumölluðu.
Í hádegismat var boðið uppá dýrindis grjónagraut með lifrarpylsu. Flestir borðuðu vel af því og fórum við svo södd og sæl í göngu þar sem áfangastaðurinn var Kúadalur. Þar var farið í leiki og haft gaman. Sólin kom óvænt í ljós á milli skýjanna, og við hötuðum það ekki skal ég segja ykkur.
Í kaffinu voru svo ljómandi fínir kanilsnúðar og brauð með því. Það sló heldur betur i gegn.
Eftir kaffið var frjáls tími þangað til foreldrar komu og sóttu börnin.
Við þökkum fyrir daginn og hlökkum til morgundagsins!
Myndir fyrir daginn í dag koma inn á morgun.