Heil og sæl!

Myndir eru komnar inn á myndasiðuna okkar!

Myndasíða: www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157685322048305/with/34601534624/

Leikjanamskeiðið hjá okkur gengur ljómandi vel, þó svo að veðrið sé ekki beint að leika við okkur. Í gær borðuðum við góðan morgunmat og sungum slatta af söngvum. Eftir morgunstundina vildi enginn fara út vegna þess að það var svo leiðinlegt veður þannig að það var boðið uppá leiki í íþróttasalnum. Eftir leikjastundina voru ýmsar stöðvar settar upp um húsið. Hárgreiðslustöðin var vinsæl ásamt því að margir fóru í puttaprjónið eða léku inní íþróttasal.

Í hádegismat voru girnilegar og góðar fiskibollur með kartöflum og grænmeti. Eftir matinn var farið í stutta göngu í Kaldárselshella þar sem krakkarnir gátu leikið sér í hellunum.

Í kaffitímanum var boðið uppá dýrindis muffins og brauð. Var svo frjáls tími þangað til foreldrar komu og sóttu

Á miðvikudeginum tók á móti okkur kolvitlaust veður. Krakkarnir hálfpartinn fuku út úr rútunni og inn í hús. Eftir morgunmat og hressandi morgunstund skelltum við helling af dýnum á gólfið í kvöldvökusalnum, sóttum okkur teppi og kodda og settum bíómynd í tækið. Foringjarnir poppuðu popp og við höfðum það bara kósy á meðan við biðum veðrið af okkur. Núna í hádeginu er komið skaplegra veður og einhverjir farnir út að leika. Við munum svo fara í 100 metra hellinn eftir mat.

Á morgun, fimmtudag, verður krökkunum boðið uppá að gista í Kaldárseli. Oftast vilja allir gista en eðlilega eru einhverjir sem vilja fara heim og koma aftur á föstudaginn. Ef eitthvað barn er ákveðið í því að fara heim á morgun þá þarf að sækja það á hefðbundnum tíma klukkan 17:00. Ekki er hægt að sækja eftir það nema í algjörum undantekningartilfellum.

Mikilvægt er að börnin komi með allt til alls fyrir nóttina. Upplýsingar um það má finna á heimasíðu Kaldársels á www.kfuk.is. Krakkana á svo að sækja klukkan 15:00 á föstudaginn.

 

Kveðjur úr Kaldárseli!