Nú er veisludagur runninn upp og spennandi dagskrá framundan. Börnin eru nú öll formlega orðin Kaldæingar, en þau urðu það reyndar í gær þar sem að öll þau sem hafa dvalið tvær nætur í dvalarflokki í Selinu fá þann titil. Í gær skelltum við okkur í göngu í Kúadal og lékum okkur í rjóðrinu þar. Dagurinn gekk vel í heildina og enduðum við á því að fá heitt kakó (með rjóma fyrir þá sem það vildu) og kex. Í dag, er síðan von á Jack Sparrow í heimsókn, en sögur herma að hann sé í fjársjóðsleit hér á svæðinu og þurfi hjálp okkar að finna þann fjársjóð. Í dag erum við líka heppin að vera með afmælisbarn í hópnum svo að hlökkum til að fagna því og á morgun fáum við síðan að fagna öðru afmælisbarni hér í Kaldárseli. Við hlökkum til veisludagsins framundan og þó að allir dagar í Kaldárseli eru sérstakir, þá eru veisludagarnir alltaf einstaklega sérstakir.

Á morgun er síðan lokadagurinn minnum við á að sækja börnin klukkan 15 upp í Kaldársel. Það er búið að vera mjög gaman að kynnast öllum krökkunum hér og þökkum fyrir samveruna með þeim þessa viku og hlökkum til þess sem eftir er af dvölinni. Það verður síðan gaman þegar börnin fá að segja ykkur frá ævintýrum vikunnar í eigin persónu. 🙂

 

Með þökkum fyrir hönd Kaldársels,

Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson