Fyrsti dagurinn gekk mjög vel. Eftir morgunmat og morgunstund fengu börnin að fara út enda lék veðrið við okkur. Börnin nýttu frjálsa tíman til að kynnast svæðinu, vaða í ánni og síðan var smíðasvæðið mjög vinsælt. Í hádegismatinn var grjónagrautur og lifrapylsa sem vakti mikla lukku hjá flestum börnunum.

Eftir hádegismat örkuðum við af stað í Kúadal þar sem börnin klifruðu í trjám, eltu refi og úlfa og lágu í sólbaði. Við tókum kaffið með okkur en börnin fengu smurðar samlokur, kókoskúlur og djús að drekka.

Eftir gönguferðina fengu börnin að leika sér í frjálsum leik þangað til foreldrar og forráðamenn komu og sóttu börnin.

Við þökkum fyrir daginn og hlökkum til morgundagsins 🙂

Myndir:
https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157683461993753/with/35035144214/