Í morgun mættu 40 eldhressir krakkar í Kaldársel. Eftir fánahyllingu var farið beint í morgunmat þar sem boðið var upp á morgunkorn. Á morgunstundinni var farið í að byrja að kenna börnunum þau helstu lög sem sungin eru hér með góðum árangri. Á stundinni var þeim sagt frá Séra Friðrik stofnanda KFUM OG KFUK á Íslandi, hans lífi og hvernig Guð var hans hæli, styrkur og örugg hjálp í neyð.

Frjálsa tímann fyrir hádegisverð nýttu börnin í að skoða svæðið, leika í íþróttasalnum og svo auðvitað vaða í ánni.

Í hádegismat fengu þau grjónagraut með rúsínum og lifrapylsu.

Nú eru börnin í göngu að Kaldárselshellum þar sem þau munu snæða síðdegiahressinguna áður en þau koma tilbaka þar sem frjáls tími tekur á móti þeim fram að heimför.

 

Mig langar að minna foreldra á að senda börnin með aukaföt með sér, jafnvel fleiri en ein þar sem að það gífurlega vinsælt að vaða í ánni og þau verða mjög blaut oft.

 

Kveðja,

Jessica forstöðukona.