Dagur 3 í 7. flokki í Kaldárseli er runninn upp og er meira en hálfnaður. Eftir morgunmat var auðvitað morgunstund. Í dag ræddum við um þakklæti og hversu mikilvægt það er að vera þakklátur. Börnin fengu að skrifa á miða hvað þau eru þakklát fyrir og svo var miðinn hengdur upp.

Fyrir hádegismat var rjómablíða sem börnin nýttu nær öll í að vaða og sýsla í læknum.

Í hádegismat var hakk og spagettí sem hvarf ofan í krakkana á svipstundu.

Núna er hópurinn í göngu í Kúadal og þegar þau koma tilbaka bíður þeirra væn sneið af köku og frjáls tími fram að heimför.

Kveðja,

Jessica forstöðukona