Krakkarnir vöknuðu hress og kát kl. 8 í morgun. Eftir morgunmat var farið á biblíulestur þar sem sögð var sagan um Miskunnsama Samverjann og fengu krakkarnir að fletta upp á versi í Nýja Testamentinu. Mikið hefur verið leikið sér í dag, bæði farið í skotbolta og aðra leiki í íþróttahúsinu ásamt því að smíða báta. Eftir hádegismat var farið í gönguferð í 90 metra helli og var farin smá krókaleið hjá gjá sem er á leiðinni. Hvasst var í veðri, svo það var dundað sér mikið inni í leikjum og föndri. Kvöldvakan var á sínum stað með leikriti frá krökkunum, söngvum og sögu frá foringja. Allir fóru svo sáttir og glaðir að sofa eftir að hafa fengið góða kvöldhressingu. 

-Guðlaug María
Forstöðukona

p.s. Myndir úr flokknum má finna á eftirfarandi slóð: https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157709140280147