Um 40 kátir krakkar lögðu af stað í Kaldársel, morguninn 17. júní. Það var bongó blíða sem tók við hópnum og var borðaður dýrindis pulsu pasta réttur með alvöru íslenskum SS pulsum í tilefni þjóðhátíðardagsins! Eftir hádegismatinn var svo lagt af stað í skrúðgöngu upp í Álfakirkju þar sem fjallkona Kaldársels árið 2019 las fyrir áheyrendur ljóð. Krakkarnir skemmtu sér allir ljómandi vel. Þegar komið var aftur upp í Kaldársel beið þeirra súkkulaði kaka og var svo boðið upp á að vaða í Kaldánni, leika sér í íþróttahúsinu og smíða. Eftir kvöldmatinn var svo kvöldvaka þar sem sungin voru Kaldársels lög, nokkrir krakkar sýndu leikrit og var svo hlustað á stutta sögu frá foringja. Krakkarnir fengu sér svo kvöldhressingu fyrir háttinn og fóru svo öll þreytt en glöð að sofa eftir góðan þjóðhátíðardag. 

-Guðlaug María

forstöðukona