Dagurinn byrjaði með morgunmat og biblíulestur þar sem sagan um Góða hirðinn var sögð. Eftir biblíulesturinn var boðið upp á kærleikskúlugerð (kókoskúlugerð) og alls konar annað eins og föndur og leiki í íþróttasalnum. Ganga dagsins var ekki af verri endanum, en farið var í Valaból þar sem börnin fengu að leika sér á svæðinu, farið í felu-eltingaleik og var kaffið borið fram í Valabóli. Það kom smá rigning í ferðinni, en það virtist ekki hafa mikil áhrif því krakkarnir skemmtu sér mjög vel í ferðinni! Eftir kvöldmatinn var svo haldin kvöldvaka með öllu tilheyrandi, leikriti frá krökkunum, söngvum og sögu frá foringja. Þegar krakkarnir héldu svo að dagurinn væri búinn var þeim heldur betur komið á óvart þegar tilkynnt var að það yrði náttfatapartý! Horft var á Aladdin og var boðið upp á popp á meðan. Krakkarnir fóru svo allir með bros á vör að sofa eftir góðan og annasaman dag! 

-Guðlaug María
forstöðukona