Krakkarnir vöknuðu hress og kát um átta leitið í morgun. Dagurinn hófst með mogunverði sem fylgt var eftir með biblíulestri. Þar fengu þau að heyra söguna um sáðmanninn og sungu hress og skemmtileg Kaldárselslög. Eftir mörgunsöngin fórum við saman niður í íþróttasal í hressa leiki og tókum síðan nokkur dansspor undir stjórn foringja. Við tók fjörugur frjáls tími þar sem boðið var upp á kókoskúlugerð, fótboltamót í fótboltaspilinu, smíða báta og lestur. Í hádegismat var Kaldársels grónagrautur sem börnin borðuðu með bestu list. Eftir hádegi var farið í göngu í 100 metrahellinn og fosshellinn, börnin rannsökuðu hellana, léku sér í umhverfinu og borðuðu hressingu. Þegar heim var komið fengu börnin heitt kakó og kókoskúlur til að ylja sér eftir alla útiveruna. Síðan léku börnin sér í Selinu fram að kvölmat, þá var boðið uppá gómsætar kjötbollur og kartöflumús. Eyrun á börnunum hristust af gleði við að fá svona góðan mat. Eftir matinn var síðan skemmtileg kvölvaka með leikritum frá börnum, söngvum, sögu frá foringja og farið í Kaldársels útgáfu af steinn, blað, skæri sem gerði allt brjálað! Eftir kvölvöku fengu börnin melónu og peru í kvöldkaffi og hlustuðu á skemmtilega sögu. Við enduðum daginn svo á því að fara öll saman út í hraun og grilla sykurpúða. Allir krakkarnir fóru að sofa með bros á vör spennt fyrir morgundeginum.

Monika Jóndóttir, Forstöðukona