Í sumar varð Kaldársel fyrst sumarbúða KFUM og KFUK á Íslandi til að taka þátt í Grænfánaverkefninu á vegum Landverndar og þar með tóku fyrstu félagasamtökin þátt í þessu flotta verkefni. Umhverfisnefnd hefur verið mynduð og sitja í henni fulltrúar bæði starfsfólks og barna. Meðal markmiða umhverfisnefndarinnar til að gera betur hvað varðar neyslu og úrgang er að hreinsa svæðið í kringum Kaldársel, minnka matarsóun og flokka allt rusl. Gaman hefur verið að sjá hversu vel gengur. Sem dæmi má nefna eru þegar komnar flokkunartunnur. Í lok sumars mun svo starfsmaður Landverndar taka út verkefnið og að öllum líkindum veita Kaldárseli Grænfánann fyrir vel unnin störf í þágu umhverfisins.