Um 30 kátir krakkar lögðu af stað í Kaldársel, morguninn 15. júlí. Það var smá rútuvesen í byrjun, en það reddaðist allt saman mjög vel! Krakkarnir fengu góðan morgunmat. Eftir morgunmat var farið á biblíulestur þar sem sögð var sagan um Miskunsama Samverjann og sungin voru nokkur skemmtileg lög. Krakkarnir föndruðu svo merkimiða fyrir snagana sína og var svo boðið upp á að smíða, fara í fótboltaspil og í íþróttahús ásamt því að leika sér úti. Eftir hádegismat var farið í göngu í Álfakirkjuna og skemmtu krakkarnir sér mjög vel! Þegar þau komu til baka var kaka komin á borð fyrir alla ásamt brauð. Eftir kaffitímann var frjáls tími þangað til að foreldrarnir sóttu öll börnin. Öll börnin virtust vera hress og kát eftir góðan dag! 🙂