16. júlí komu krakkarnir hressir og kátir upp í Kaldársel og fengu góðan morgunmat. Í morgunstundinni var sögð sagan um týnda soninn og hlustaðu krakkarnir vel á. Eftir morgunstundina var boðið upp á kókoskúlugerð, smíði og frjálsan tíma. Eftir hádegismatinn var hæfileikasýning og skemmtu strákarnir sér vel! Gengið var í Kaldárselshellana og voru kókoskúlurnar borðaðar þar ásamt því að hellarnir voru skoðaðir vel og vandlega og heyrðu krakkarnir sögu um Jón spæjó. Þegar komið var til baka í Kaldársel biðu súkkulaðibitasmákökur eftir krökkunum. Það kom smá rigning en krökkunum fannst það ekki skipta máli og léku sér mikið úti þangað til foreldrarnir sóttu þau þau.