Dagur 3
Dagurinn byrjaði á morgunmat eins og vanalega og fengu krakkarnir svo að heyra sögu um týnda sauðinn. Eftir morgunstundina var meðal annars boðið upp á smíði, mála og íþróttahús. Eftir hádegismatinn kom óvæntur gestur, prófessor Kaldársel, sem hafði fundið fjárssjóðskort. Prófessorinn fékk krakkana til að leita að fjársjóðnum með sér sem þau fundu og þótti krökkunum það mjög skemmtilegt.
Dagur 4
Krakkarnir komu með rútu upp í Kaldársel og fengu góðan morgunmat og lá leið þeirra svo á morgunstund þar sem þau heyrðu sögu um Sakkeus. Eftir morgunstundina var frjáls tími þar sem boðið var meðal annars upp á Tarzan leik, smíði og litastund. Eftir hádegismatinn var svo lagt af stað í göngu í Valaból þar sem krakkarnir fengu kaffitíma dagsins. Þegar komið var til baka var boðið upp á vatnstríð, vað og alls konar útiveru þar sem veðrið var mjög gott. Kvöldmaturinn vad svo ekki af verri endanum, en boðið var upp á pizzur. Haldin var alvöru Kaldársels kvöldvaka með fullt af lögum, leikritum og hugleiðingu frá foringja og fengu börnin ís í kvöldkaffi. Öll börnin sofnuðu svo sátt og sæl eftir góðan og viðburðaríkan dag.