Morguninn byrjaði að venju með morgunmat og morgunstund. Krakkarnir sungu nokkur lög og svo var sögð dagan um miskunsama samverjann. Eftir morgunstundina var frjáls tími þar sem boðið var upp á það að smíða, leiki, fara ut og undirbúa hæfileikasýningu sem var svo haldin eftir hádegismatinn. Eftir hæfileikwsýninguna var farið í göngu að Valabóli þar sem farið var í leiki og fengu krakkarnir nónhressingu þar. Veislukvöldmaturinn var svo ekki af verri endanum þar sem boðið var upp á flatbökur. Síðan var komið að veislukvöldvöku þar sem foringjar sýndu leikrit og skemmtu krakkarnir sér mjög vel. Krakkarnir fengu svo ís á meðan þau hlustuðu á sögu frá foringja. Vegna þess hversu gott veður var úti var ákveðið að leyfa þeim að tannbursta sig í Kaldánni. Allir sofnuðu svo eftir góðan og viðburðaríkan dag.
Í dag er seinasti dagurinn og er gott ef foreldrar koma að sækja börnin sín milli kl 14:30 til 15:00
Guðlaug María
-forstöðukona