Um 40 hressir og kátir krakkar lögðu af stað í Kaldársel mánudaginn 12. ágúst. Þegar komið var upp í Kaldársel beið þeirra morgunmatur og var svo haldið af stað á morgunstund þar sem krakkarnir sungu fullt af lögum og heyrðu svo söguna um tvo syni. Farið var svo í skoðunarferð um Kaldársel sem endaði í leikjum inni í íþróttahúsi. Eftir leikina var svo ávaxtastund og svo frjáls tími þar sem boðið var upp á smíði, leiki í íþróttahúsinu og að leika sér úti í hrauninu. Farið var í göngu í Álfakirkjuna eftir hádegismatinn og skemmtu krakkarnir sér mjög vel þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið upp á sitt besta. Þegar þau komu til baka var nónhressing tilbúin og fengu krakkarnir brauð og köku. Eftir kaffitímann var frjáls tími þangað til að foreldrarnir sóttu öll börnin. Öll börnin virtust vera hress og kát eftir góðan dag! 🙂