Dagurinn byrjaði eins og flestir dagar með morgunmat og morgunstund þar sem sagan um Davíð og Golíat var sögð. Eftir morgunstundina föndruðu krakkarnir merkimiða sem þau settu á snagana sína. Krakkarnir fengu ávexti og var svo frjáls tími þar sem boðið var upp á stressboltagerð úr blöðrum og hveiti, smíðasvæðið var opið og íþróttahúsið líka og var vinsælt líka að leika sér í hrauninu. Eftir hádegismat var farið í hellaferð og fannst krökkunum það mjög skemmtilegt! Nónhressingin var úti og fengu krakkarnir brauð og köku og léku sér úti í góða veðrinu.