Dagurinn var aldeilis viðburðaríkur! Eftir morgunmatinn var haldið af stað á morgunstund þar sem var sögð sagan um miskunsama samverjann og var svo boðið upp á ýmislegt skemmtilegt eins og smíði, föndur og leiki í íþróttasalnum. Eftir hádegismat ætlaði Sveinn foringi að fá krakkana með sér í að þrífa klósett, en þá kom óvænt heimsókn frá Jón spæjó sem þurfti á aðstoð þeirra að halda við að finna Finn forstjóra og hjálpuðu krakkarnir Finn að verða góður og gaf Finnur forstjóri krökkunum sleikjó fyrir að hafa hjálpað sér að verða góður við aðra. Krakkarnir heyrðu svo sögu um górilluísbjörn áður en farið var í nónhressingu. Krakkarnir virtust sátt eftir daginn.