Í sumar tóku sumarbúðinar í Kaldársel þátt í þróunarverkefni í samstarfi við Skóla á grænni grein en með því erum við fyrstu félagasamtökin til að taka þátt í grænfánaverkefninu. Yfir sumaruð var tekið fyrir þemað neysla og úrgagnur þar sem markmiðin voru að hreinsa rusl af svæðinu í kringum Kaldársel, minnka matarsóun og flokka allt rusl. Vel gekk að ná settum markmiðum og mun Kaldársel flagga grænfánanum í fyrsta skiptið næsta vor. Með þátttöku í grænfánaverkefninu vinnum við markvisst að því að þróa sumarbúðastarfið án þess að skaða verðmætt og viðkvæmt umhverfi staðarins. Stefnt er að því að halda verkefninu áfram næsta sumar, við stefnum til að mynda á að tengja fræðsluna enn betur við umhverfið á staðnum og hvað Kaldæingar geta gert til að vernda þessa dýrmætu sköpun Guðs. Hér að neðan má sjá umhverfisstefnu Kaldársels sem stefnt er að því að þróa enn frekar í samstarfi við börnin næstu sumur.

Umhverfisstefna Kaldársels:

KFUM OG KFUK hafa starfrækt kristilegar sumarbúðir í Kaldárseli í yfir 90 ár, fyrir börn á aldrinum 6-11 ára, á yndislegu svæði rétt fyrir utan Hafnarfjörð. Við erum staðsett á vatnsverndarsvæði Hafnarfjarðar og umkringd stórbrotinni náttúru sem er mikilvægt að vernda og varðveita. Þetta er einnig jarðfræðilega mjög áhugavert svæði og eru fjölmargir sem fara í gönguferðir að náttúruperlunum í kring á ári hverju.

Kaldársel mun vinna að því að:

  • efla umhverfisvitund þátttakenda sumarbúðanna með því að vekja þau til umhugsunar um náttúruna og hvernig við getum varðveitt hana og verndað.
  • vernda þær náttúruperlur sem eru í náumhverfi okkar og njóta þeirra á ábyrgan hátt í starfinu.
  • sýna ábyrga neyslu og ábyrga losun úrgangs frá starfinu, m.a. með flokkun.
  • vekja áhuga barna á nátturunni, hvetja þau til að sýna nátturunni virðingu og fræða þau um ábyrga umgengni meðal annars með aðstoð heimsmarkmiða Sameinuðu Þjóðanna.