Fyrsti flokkur sumarsins fer vel á stað. Það hefur gengið ótrúlega vel þrátt fyrir smá kulda og krakkarnir ekkert smá dugleg að leika sér úti. Mesta stuðið er í gönguferðum þar sem við höfum farið í skógarferðir og hellaskoðun. Kaldáin hefur einnig mikið aðdráttarafl þar sem krakkarnir sækja sér vatn í búleiki, vaða, athuga flot og fleira. Á þriðjudaginn var virkjakeppni í hrauninu sem vakti mikla lukku og fengu þó nokkur virki í hrauninu uppfærslu. Smíðasvæðið vekur alltaf lukku og gaman að leyfa börnunum að skapa eigin hugmyndir. Krakkarnir hafa líkað brallað margt innandyra, búið til vinabönd, leikið í dótinu, skoppað í hoppukastalanum og farið í hárgreiðslukeppni.
Á morgun 17. júní er búið að skipuleggja mikil hátíðarhöld í Kaldárseli þar sem þjóðhátíðardegi Íslendinga verður fagnað með látum.
Mikil gleiði er við völd í Kaldárseli eins og sjá má á myndum úr flokknum: https://flic.kr/s/aHsmW1jDYf