Mikil spenna var í hópnum þegar hann mætti upp í Kaldársel á mánudaginn. Vel gekk að koma öllum fyrir og hófst strax dagskrá. Margt hefur verið í boði en föstu dagskráliðirnir okkar eru morgunstundir, göngur og kvöldvaka. Hópurinn hefur ekki látið veðrið stoppa sig og er búinn að heimsækja Kaldárselhellana, en þar var gott að komast í skjól og hlusta á skemmtilegar sögur, og síðan hefur hópurinn farið upp að rótum Helgarfells. Þegar heim er komið úr göngum hefur skemmtileg dagskrá tekið við, skotbolti, sardínur í dós, feluleikur x, smíðavellir, hoppukastali, vaða í læknum, undirbúa leikrit og fl. Við enduðum kvöldið í gær á kósýkvöldi á náttfötunum. Í dag var farið strax út eftir morgunstund enda sólin loks búin að láta sjá sig. Margir fóru strax útí læk á meðan aðri nutu veðurins og útbjuggu vinabönd í sólinni. Á eftir verður farið í langa göngu, ætlum að nýta veðrið til fulls og fara upp í Valból. Þar verður farið í leiki og notið náttúrunnar. Okkar bíður svo heljarinnar dagskrá þegar við komum heim þar sem við munum að undirbúa leikrit og atriði fyrir hæfileikakeppni. Stefnir því í frábæran Kaldárselsdag. Á morgun er síðan veisludagur. Þá verður mikið fjör yfir daginn og aldrei að vita hvaða ævintýraverur kíkja í heimsókn. Kvöldið endar síðan með veislukvöldvöku þar sem starfsfólk setur upp leikrit.

Minnum foreldra á að sækja börnin klukkan 15:00 í Kaldársel á föstudaginn.