Dagur 1

Glaðir og hressir krakkar mættu upp í Kaldársel og dagurinn byrjaður á hollum og góðum morgunmat, enn fljótlega eftir morgunmat fór brunavarnakerfið í gang og var farið í að rýma húsið og leitað af eld enn sem betur fer var ekki kviknað í, heldur var um bilun að ræða í kerfinu og litum á þetta sem góða æfingu fyrir börn og starfsmenn og rafvirki kom og lagaði kerfið samdægurs. Eftir þessa uppákomu var haldið á morgunstund og var sungið og sögð saga af Mörtu og Maríu. í hádegismat voru kjötbollur og kartöflumús. Farið var í göngu upp í Álfakirkju þar sem krakkarnir reyndu að finna opið inn í hulduheima. Þegar komið var heim þá var farið út að leika.

Dagur 2

Dagurinn byrjaði að vana með morgunmat og borðuðu allir vel, eftir morgunmat var farið á morgunstund og þar var sungið og sögð sagan af því þegar Jesú stillti storminn og í lokin á stundinni fengu börnin ávexti að borða og miða til að skreyta snagana sýna. Frjálsi tíminn tók svo við og borin var sólarvörn á alla því það var ekki ský á himni. Boðið var uppá smíðasvæði ásamt því að leika sér í hrauninu og íþróttahúsið var einnig opið. Í hádeginu var svo boðið uppá steiktann fisk í raspi og franskar kartöflur, svo var farið í göngu í valaból og þar var borðað það sem var í boði í nónhressingunni. Þegar komið var til baka þá beið þeirra uppblásinn hoppukastali og veðrið lék enn við okkur svo börnin fengu að vaða.

Dagur 3

Í dag var boðið uppá morgunmat að venju og farið á morgunstund, saga dagsinns var um Bartimeus blinda, eftir morgunstund þá var farið að leika, það var farið út í hraun og farið í búleiki. Inni í íþróttasal var skotbolti og körfubolti og smíðaður var hluti af kofa æa smíðasvæðinu. í hádeginu var boðið upp á hakkaða snígla og soðna orma (hakk og spaghetti) og hvítlauksbrauð með, í fyrstu voru sumir smeykir að borða matinn en borðuðu hann svo allir með bestu lyst. Eftir hádegi fóru allir í hellaskoðun því veðrið var ekki með besta móti enn allir snéru glaðir og í blautum yfirhöfnum heim. Þegar í selið var komið beið þeirra nónhressing og var boðið upp á brauð með osti, skinku eða kæfu og svo voru bornir fram nýbakaðir kanilsnúðar sem allir voru sáttir með.

Dagur 4

Mikil tilhlökkun var í hópnum í dag því að í dag fá þau að gista í kaldárseli. Veðrið var frekar gátt og drungalegt en hópurinn lét það ekki stoppa sig og léku sér allir ýmist úti eða inni. Jón Spæjó og Kata Spæjó systir hans komu uppí Kaldársel og tilkynntu börnunum að það væri falinn fjársjóður í kringum Kaldársel, börnin fengu spæjaraþjálfun frá Jóni þar sem hann fór yfir helstu reglur einkaspæjarans og eftir það héldu börnin af stað í leiðangurinn í leit af fjársjóðinum. Sagan af  týnda syninum var sögð á morgunstundinni og lærðu börnin mikið af þeirri sögu. Hádegismaturinn var ekki af verri endanum enda var grjónagrautur, slátur og brauð með ost eða skinku og var hann borðaður með bestu lyst. Í nónhressingu var boðið uppá brauð og gulrótaköku. Eftir kvöldmatinn þar sem það var pítsa í matinn, var haldið á kvöldvöku og foringjarnir sýndu leikrit. Það var sungið mikið og var svo sögð saga af mönnunum sem byggðu húsin sín á bjargi og sandi. Eftir það var haldið í háttinn og börnin fengu að bursta tennurnar í Kaldá.

Dagur 5

Í dag er lokadagurinn í Kaldárseli og veðrið er gott en börnin vöknuðu snemma og var þá leyft þeim að horfa á Lilo og Stitch fram að morgunmat. Það var morgunmatur að vana og svo fóru börnin á morgunstund, þar hlustuðu þau á söguna um miskunsama samverjan sem hjálpaði náunganum, eftir það var hleypt þeim í ávaxtastund. Þegar ávaxtastundin var búin fóru krakkarnir að pakka, létu töskurnar sínar á pallinn og fóru svo að leika sér á smíðasvæðinu, í hrauninu eða inni í íþróttasal. Það var hádegismatur úti þar sem börnin fengu pylsur. Eftir matinn var farið í göngu.

Það má með sanni segja að þetta sé búin að vera viðburðarík vika hér í Kaldárseli og þökkum við starfsfólk Kaldársels fyrir samveruna í vikunni og vonum að sjá sem flesta hressa og káta á næsta ári

 

Þráinn Andreuson – Forstöðumaður