Hópurinn mætti spenntur upp í Kalársel á mánudaginn. Þar var þeim hjálpað að koma sér fyrir áður en fjörið hófst. Mikil gleði ríkir í Kaldárseli og margir krakkar hér sem hafa komið ár eftir ár og munu vonandi aldrei hætta að kíkja í Selið. Við höfum verið heppin með veðrið, þó svo það hefur lítið sérst til sólar. Því höfum við varið miklum tíma utandyra í dásamlega umhverfinu okkar.

Margt hefur verið í boði en föstu dagskráliðirnir okkar eru morgunstundir, göngur og kvöldvökur. Fyrsta ganga vikunnar var að 90 metra hellinum. En einnig var í boði að fara seinna um daginn í „hetjuferð“ þar sem var farið á Sandfell. Í gær (þriðjudag) var ferðinni tvískipt, þar fékk hópurinn að velja á milli þess að fara að rótum Helgafells eða fara uppá topp fellsins.

Fyrir og eftir gönguferðirnar er mismunandi dagskrá í boði, skotbolti, feluleikur x, smíða, vaða í læknum, gróðursetja fræ, Lego keppni, búa til vinabönd, undirbúa leikrit og fleira.

Í dag byrjaði dagurinn á því að þau fóru út að leika sér. Eftir hádegismatinn var leyft að hafa kósý inní herbergi sínu eða fara inní íþróttasalinn. Gangan í dag er ekki venjuleg ganga heldur ævintýraganga þar sem hópurinn þarf að hjálpast að að leysa þrautir. Stefnir því í frábæran Kaldárselsdag.
Spennandi dagskrá framundan. Þar á meðal þrautabraut og margt fleira.

Á morgun er veisludagur en þá ríkja ákveðnar hefðir til að mynda skreytim við matsalinn og borðum í sparifötum og síðan sér starfsfólk um skemmtiatriði á kvöldvökum.

 

Góðar kveðjur úr Kaldárseli

E.S. Minnum foreldra á að sækja börnin klukkan 15:00 í Kaldársel á föstudaginn.