Í gær (mánudag) lögðu 34 hress börn af stað í Kaldársel. Við byrjuðum á að koma okkur fyrir, kynnast hvert öðru og staðnum. Mikil vinátta ríkir hér og hafa bæði myndast ný vinatengsl sem og gömul eflst. Eftir hádegi gengum við í Álfakirkjuna og aðeins lengra þar sem eru rústir af gömlu býli. Þar sem veðrið lék við okkur héldum við áfram að leika úti, blésum upp hoppukastalann, lékum í hrauninu, bjuggum til vinabönd. Einnig er mikið að gera á smíðavellinum, bæði er verið að búa til ýmislegt en hópur drengja er að vinna sérstakt verkefni en það er að rífa í sundur gamlann hænsnakofa. Deginum lauk síðan með kvöldvöku þar sem hluti hópsins sá um skemmtiatriði. Flestir voru síðan fljótir að sofna eftir fjörugan dag en við aðstoðum þá sem áttu erfitt með að sofna en þegar allir voru s0fnaðir þá sváfu þau vel.

Dagurinn í dag er hlaðin af fjörugri dagskrá. Við áttum góða morgunstund þar sem við ræddum um trúnna, jesú, vináttu og þakklæti. Núna eru krakkarnir í frjálsum leik en eftir hádegismat ætlum við að nýta þessa bongóblíðu og fara í nestisgöngu í paradísina Valaból. +

Kveðja,

Jóna Þórdís forstöðukona