Heil og sæl.

Börnin voru vakin um klukkan hálf 9 í morgun. Þau fengu 30 mínútur til að taka sig til fyrir morgunmatinn. Í boði var hafragrautur, cheerios og kornflex. Þau borðuðu vel í morgun. Eftir morgunmatinn fóru þau beint upp á biblíulestur. Eftir biblíulestur var frjálst úti þar sem í boði var meðal annars smíðasvæðið sem var mjög vel sótt.

Í hádegismatinn fengum við kjötsúpu. Börnin borðuðu vel. Eftir hádegismatinn fóru þau í göngu að 90 metra hellinum með vasaljós og hjálma meðferðis. Að göngu lokinni fengu þau brauð og marmaraköku í kaffinu.

Eftir kaffi var aftur frjáls tími. Smíðasvæðið var opið, það var í boði að vaða í ánni, vinabönd og ýmislegt fleira ásamt því að tvö herbergi undirbjuggu skemmtiatriði fyrir kvöldið. Í kvöldmatinn vori fiskibollur og franskar.

Eftir kvöldmatinn er kvöldvakan þar sem við fengum að sjá tvö skemmtileg leikrit, við sungum Kaldárselssöngva og hlustuðum á hugleiðingu. Eftir kvöldvökuna voru börnin send niður að pissa og tannbursta en svo var blásið í náttfatapartý – sem í Kaldárseli er bíómynd og popp. Myndin kláraðist fyrir svona 20 mínútum og nú er að færast ró yfir húsið. Bænaforingjarnir eru inni á herbergjunum sínum og þeir sitja yfirleitt hjá börnunum þangað til þau eru sofnuð eða komin í algera ró.

Við kveðjum eftir langan og skemmtilegan dag.
Þóra forstöðukona.