Heil og sæl.

Við erum með 15 börn í leikjaflokknum okkar og gærdagurinn gekk mjög vel. Við erum að læra að það tekur allt styttri tíma með 15 börnum heldur en 40.

Þegar börnin komu uppeftir þá beið þeirra morgunmatur: heitur hafragrautur, cheerios og kornflex. Eftir morgunmat fóru þau í skoðunarferð um húsið og nánasta umhverfi. Svo komu þau upp á biblíulestur. Eftir biblíulesturinn var smíðasvæðið, íþróttasalurinn og útivera í boði. Í hádegismat var spaghetti bolognese og börnin borðuðu mjög vel.

Eftir hádegismatinn fóru allir í göngu að Álfakirkju. Það voru allir mjög duglegir í göngunni. Þegar heim var komið beið þeirra brauð, kaka og djús/vatn. Það var ein afmælisstúlka í hópnum sem fékk að sjálfsögðu kökusneið með kerti og smá nammi og afmælissöng.

Eftir kaffitímann föndruðu börnin nafnaskilti á hólfin sín. Svo var smíðasvæðið opið, útivera í boði og að leika inni í leikhorninu.

Við þökkum kærlega fyrir gærdaginn og ég ætla að reyna að muna að setja inn yfirlit frá deginum í dag seinnipartinn eða í kvöld.

Bestu kveðjur,
Þóra forstöðukona.