Um 40 hressir og kátir krakkar lögðu af stað í Kaldársel mánudaginn 6 júlí. Þegar komið var upp í Kaldársel beið þeirra morgunmatur og við tók morgunstund þar sem krakkarnir sungu fullt af lögum og heyrðu svo söguna um týnda soninn. Krakkarnir fengur skoðunarferð um Kaldársel og farið var í ýmsa leiki. Eftir leikina var ávaxtastund og svo útivera þar sem krakkarnir smíðuðu, léku sér í hrauninu og busluðu í ánni. Í hádegismat var í boði sveita skyr með berjum. Við vorum rosa heppin með veðrið þennan dag og var farið í skemmtilega göngu í Kúadal þar sem krakkarnir fóru í leiki og hlustuðu á sögu. Þegar krakkarnir komu til baka fengu þau hressandi bakkseli og ís og enduðu daginn á að vaða í ánni.
Þriðjudagurinn var fullur af skemmtilegri dagskráa. Eftir morgunmatinn var h morgunstund þar sem var sögð sagan um vínberjamanninn. Við tók frjáls tími þar sem boðið var upp á ýmislegt skemmtilegt eins og smíði, föndur, vinabönd og kókoskúlugerð. Eftir hádegismat fengu börnin gefins vasaljós áður en gegnið var í kaldárselshella. Þar má finna marga litla og stóra hella sem krakkarnir skoðuðu og síðan var farið í leiki. Eftir göngu fengu krakkarnir hressingu þar sem boðið var upp á brauð og súkkulaðiköku. Dagurinn endaði svo á því að vaða í ánni áður en foreldrar komu og sóttu börnin.
Miðvikudagurinn 8. júli byrjaði á morgunmat og morgunstund eins og vanalega og fengu krakkarnir að heyra söguna um örkina hans Nóa. Eftir morgunstundina var frjáls tími þar sem krökkunum var boðið að smíða, leika sér í þrautabraut íþróttahúsinu, gera vinabönd og leika sér í hrauninu. Eftir hádegismat fóru krakkarnir í langa göngu í 90 metra hellinn og heyrðu þau sögu þar ásamt því að fara í leiki. Þegar krakkarnir komu til baka fengu þau hressingu þar sem boðið var upp á brauð, kanilsnúða og möndlugott.
Í dag er kominn fimmtudagur en það er veisludagur í Kaldárseli. Mikil spenna er í hópnum því í kvöld fá þau að gista í Kaldárseli. Dagurinn hófst á föstum liðum þar sem krakkarnir komu með rútu upp í Kaldársel og fengu góðan morgunmat. Þá var haldin morgunstund þar sem haldið var áfram með söguna um örkina hans Nóa. Eftir morgunstund var börnunum skipt í herbergi og þau völdu sér náttstað. Næst tók við smá frjáls tími þar sem boðið var meðal annars upp á íþróttahús, leika sér í herbergjum, litastund og Halli tók upp gítarinn þar sem krakkarnir komu með óskalög þar sem þau sungu hátt og var rosa mikið fjör. Í hádegismatinn var grjónagrautur sem krakkarnir borðuðu með bestu list. Eftir hádegismatinn kom óvæntur gestur, prófessor Kaldársel, sem hafði fundið fjárssjóðskort. Prófessorinn fékk krakkana til að leita að fjársjóðnum með sér sem þau fundu og þótti krökkunum það mjög skemmtileg. Fjarsóðurinn fannst í Valabóli og innihélt bragðgóðan glaðning. Þegar komið var til baka var haldin hæfileikakeppni og síðan fengu börnin að leika sér úti í góða veðrinu. Í kvöldmatinn verður svo boðið uppá pizzu og svo tekur við náttfatapartý þar sem við ætlum við að hafa skemmtilega kvöldvöku með kaldárselssöngvum, leikritum og hugvekju.
Á morgun verður annar ævintýradagur í Kaldárseli fullur af fjörugri dagsskrá áður en börnin verða sótt kl. 15:00.
Takk fyrir vikuna,
Monika Jónsdóttir, forstöðukona.