Veðrið hélt áfram að leika við okkur hér í Kaldárseli í dag, börnunum til mikillar gleði. Börnin léku nánast allan daginn úti og komu rétt inn til þess að borða og skipta í hrein og þurr föt eftir að hafa dottið í ána. Í hádegismatinn fengu börnin plokkfisk og rúgbrauð. Eftir hádegismat skelltum við okkur í göngu að Álfakirkjunni og síðan að Íshellinum en þar fengu börnin að fara ofan í hellinn í fylgd með foringjum. Í kaffinu fengu börnin smurt brauð og litríkar bollakökur sem vöktu mikla lukku.

 

Takk fyrir annan frábæran dag í Selinu og sjáumst í rigningunni á morgun.