Annar dagur námskeiðsins hefur gengið vel.
Á morgunstundinni var sungið heilmikið og síðan var börnunum sagt söguna af sköpun heimsins. Í kjölfarið voru börnin beðin um að teikna að minnsta kosti eina mynd sem tengist sköpun heimsins. Það vantar alls ekki hugmyndaflugið hjá þessum börnum og þau töfruðu fram myndir af framandi dýrum, eldfjöllum, Guði og svo auðvitað kúk. Hvaða krakka finnst ekki fyndið að teikna mynd af kúk?
Í hádeginu var boðið upp á fiskibollur, kartöflur, grænmeti og sósu sem börnin borðuðu öll með bestu lyst.
Núna er hópurinn í göngu að móbergi þar sem þau geta rist nafnið sitt í bergið.
Þegar þau koma tilbaka tekur á móti þeim nýbakað bananabrauð og ávexti í síðdegiahressing.
Í frjálsa tímanum verður boðið upp á að vera úti að leika, fara út á smíðasvæði, gera vinabönd, leika í íþróttasalnum og svo bara leika sér eins og þau vilja og eru mjög góð í.
Kv
Jessica forstöðukona