Veisludagurinn er nú á enda. Hann hefur verið mjög góður og krakkarnir eru allir farnir sáttir að sofa eftir viðburðarríkan og skemmtilegan dag. Krakkarnir vöknuðu við fagran söng foringjanna og var svo morgunmatur og biblíulestur þar sem sagan um Sáðmanninn var sögð. Krakkarnir eru búin að hafa nóg fyrir stafni, svo sem að vaða í Kaldánni, leika sér í íþróttahúsinu, smíða og föndra. Eftir hádegismat var svo ævintýraleikur þar sem undarlegar geimverur voru á sveimi. Leikurinn endaði upp á Sandfelli þar sem geimvera gaf þeim sleikjó og fannst krökkunum þetta mjög skemmtielgt. Veislukvöldvaka var í kvöld og voru foringjar flokksins með leikrit sem slógu í gegn hjá áhorfendum. Þar sem þetta var veisludagur fengu börnin ís í veislukvöldkaffi á meðan foringi sagði þeim sögu og var alls ekki kvartað yfir þessum kræsingum. 

Við minnum svo á að á morgun er brottfarardagur og biðjum við foreldra um að vera stundvís á morgun að sækja börnin sín. Æskilegt er að börnin verði sótt milli kl. 14:30-15:15. 🙂

-Guðlaug María
forstöðukona