Morguninn byrjaði með morgunmat og morgunstund þar sem sögð var sagan um góða hirðinn. Eftir morgunstundina var frjáls tími þar sem boðið var upp á það að smíða, föndra, fara út og fara í leiki úti á grasvelli. Eftir hádegismatinn var farið í hellaskoðun í 90m hellinn þar sem þau skoðuðu hellinn vel og var svo sögð saga um Jón spæjó á meðan börnin borðuðu kex. Veðrið var yndislegt og þegar komið var úr hellaskoðuninni beið þeirra kaffi úti og fengið börnin að vaða og leika sér í hrauninu þangað til foreldrarnir komu að sækja þau.
Guðlaug María
-forstöðukona