4. flokkur: Kaldársel fyrstu tveir dagarnir
Hér er mikið stuð og allir hressir. Hér í flokknum eru verðandi bátasmiðir og miklir drullukökubakarameistarar. Vinaböndin eru hönnuð hér á methraða og kvöldvökusýningarnar eru frábærar. Við höfum fengið ágætis veður og nýtum hvert tækifæri að vera úti að leika [...]
Mikið fjör á afmælishátíð Kaldársels
Já það má með sanni segja að mikið fjör hafi verið á afmælishátíð Kaldársels í dag. Upp undir 300 manns lögðu leið sína í Selið okkar og nutu þess að eiga góða stund saman í tilefni 90 ára afmælisins. Hamborgarar [...]
2. flokkur: Föstudagur – vikan senn á enda.
Þá er síðasti dagurinn hjá 2. flokki hér í Kaldárseli runninn upp og flestir strákanna eru leiðir að þurfa að fara heim í dag. Vikan hefur verið ævintýri líkast og gleðin og hamingjan sem skín úr andlitum þessara frábæru drengja [...]
Afmælishátíð í Kaldárseli 28. júní
Í dag á Kaldársel 90 ára afmæli. Í tilefni af því langar okkur í stjórn Kaldársels að bjóða ykkur velkomin á afmælishátíðina okkar sem verður haldin næstkomandi sunnudag, 28. júní, kl. 14-18. Dagskráin er spennandi því Partýstjórinn Ásgeir Páll ætlar [...]
2. flokkur – miðvikudagur
Loksins er netið komið í lag hér í Kaldárseli og þá er heldur betur kominn tími á smá fréttir héðan úr 2. flokki. Í flokknum eru 19 hressir, kraftmiklir og skemmtilegir strákar á aldrinum 8-11 ára. Einhverjir komu með vini [...]
2. flokkur í Kaldárseli
19 strákar dvelja nú í Kaldárseli og njóta sín í botn. Eitthvað er netið að vera með vesen svo ekki er mikið af myndum eða fréttum búnar að birtast þaðan en undirrituð fór í heimsókn uppeftir í dag og dvaldi [...]
1. flokkur í Kaldárseli
Mikið stuð hefur verið í Kaldárseli síðustu vikuna þó að lítið hafi spurst af því hér á netinu. Vandinn liggur í netleysi í Kaldárseli sem verið er að reyna að laga. Einn stjórnarmeðlimur tók því á það ráð að skjótast [...]
Netleysi í Kaldárseli
Í Kaldárseli hefur verið einstaklega gaman þessa vikuna en ekki hefur verið hægt að senda inn myndir og fréttir til að deila gleðinni sökum internet-vandræða. Stundum vill tæknin fara illa með okkur og það er að gerast í Kaldárseli núna. [...]
Fréttir úr 1. flokk Kaldársels
Það er búið að vera mikið stuð hjá okkur í Kaldárseli í vikunni. Við erum búin að syngja, ganga, skoða hella, fara í fjallgöngu og halda upp á 17. júní saman. Já við vorum svo heppin að fá að vera [...]
Vinnuflokkur í Kaldárseli 13. – 14. júní
Nú um helgina geta allir tekið þátt í vinnuflokki í Kaldárseli. Hægt er að mæta kl. 10:00 bæði laugardag og sunnudag. Verið er að gera staðinn tilbúinn fyrir fyrsta flokkinn sem hefst n.k. mánudag í Kaldárseli. Öll hjálp er vel þegin.