Upphafssíða2020-03-26T23:50:39+00:00

Kaldársel er 95 ára í ár!

Afmælisflokkur Kaldársels 22.-26. júní

Afmælisflokkur Kaldársels er haldinn í tilefni af 95 ára afmæli sumarbúðanna. Þetta er sérstakur dvalarflokkur sem verður í anda ævintýraflokka annarra sumarbúða KFUM og KFUK. Afmælisflokkurinn er fyrir alla káta krakka sem eru tilbúnir að fara á vit ævintýranna í frábæru náttúrunni sem Kaldársel hefur upp á að bjóða. – Ratleikur – Ævintýraleikur – Hetjugöngur – Útilega ef veður leyfir – Óvæntir viðburðir á hverjum degi!  

Dvalarflokkur

28. júní 2017|

Þá er dvalarflokkur Kaldársels þetta sumarið hafinn og fyrsti dagur að kveldi kominn þegar þetta er skrifað. Þetta er skemmtilegur og orkumikill hópur, 24 stelpur og 17 strákar, og við erum mjög ánægð með daginn í dag og hlökkum til [...]

Leikjanámskeið 2

21. júní 2017|

Heil og sæl! Myndir eru komnar inn á myndasiðuna okkar! Myndasíða: www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157685322048305/with/34601534624/ Leikjanamskeiðið hjá okkur gengur ljómandi vel, þó svo að veðrið sé ekki beint að leika við okkur. Í gær borðuðum við góðan morgunmat og sungum slatta af söngvum. [...]

Leikjanámskeið 2 – 1. dagur

19. júní 2017|

Fyrsti dagurinn gekk rosalega vel. Við reyndum að nýta veðrið vel og vorum meira og minna úti í allan dag. Eftir morgunmat og samverustund þá var frjáls tími þar sem krakkarnir fengu að kynnast staðnum. Einhverjir byggðu kofa, aðrir byggðu [...]

1. Leikjanámskeið í Kaldárseli

16. júní 2017|

Hér eru fleirri myndir úr flokknum. Við þökkum kærlega fyrir samveruna. https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157682144628593

1. Leikjanámskeið í Kaldárseli

14. júní 2017|

Það er mikið fjör á leikjanámskeiði í Kaldárseli. Her á þessum link er hægt að sjá nokkrar vel valdar myndir. https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157682144628593/with/35303855245/

Sumarbúðablað KFUM og KFUK 2017

21. febrúar 2017|

Sumarbúðablað KFUM og KFUK með upplýsingum um dvalarflokka sumarið 2017 er komið út. Skráning í sumarbúðir félagsins hefst fimmtudaginn 2. mars kl. 13:00 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík, í húsi KFUM og KFUK í Sunnuhlíð á [...]

Sumarvinna hjá KFUM og KFUK 2017

5. janúar 2017|

Á hverju ári ræður KFUM og KFUK á Íslandi mikinn fjölda sumarstarfsfólks til starfa í sumarbúðum og á leikjanámskeiðum félagsins. Um er að ræða spennandi, gefandi og umfram allt fjölbreytt störf í Kaldárseli, Ölveri, Vatnaskógi, Vindáshlíð og á Hólavatni, ásamt leikjanámskeiðum [...]

2. flokkur Kaldársel

17. júní 2016|

Við erum því miður enn netlaus í Kaldárseli og biðjumst því velvirðingar á frétta- og myndleysi. Í dag er 17. júní og við höldum að sjálfsögðu uppá hann! Stelpurnar fóru í skrúðgöngu fyrir fánahyllingu i morgun og fjallkona flutti þeim [...]

Fleiri myndir úr 1. flokki – frétt uppfærð.

12. júní 2016|

Nú er fjórða degi að ljúka í drengjaflokki Kaldársels þetta sumarið og drengirnir fara heim á morgun. Við höfum verið að bralla ýmislegt, kofinn stækkar og stækkar og drengirnir una sér vel á smíðaverkstæðinu. Í gær fórum við í göngu [...]

Kaldársel – 1. flokkur

11. júní 2016|

Dagur tvö er senn að enda í fyrsta drengjaflokki Kaldársels þetta sumarið. Drengirnir hafa þessa tvo daga fengið að kynnast hvorum öðrum, starfsfólkinu og Kaldárseli og gengur það vel. Margir eignuðust góða vini strax á fyrsta degi. Í gær fórum [...]

Vinnudagur í Kaldárseli 4. júní

18. maí 2016|

Vinnudagur verður haldinn í Kaldárseli 4. júní næstkomandi og vill stjórn Kaldársels bjóða öllum sem vettlingi geta valdið að koma og aðstoða við ýmis verkefni á staðnum. Ljóst er að það er að mörgu að hyggja. Staðurinn er ekki í [...]

Sumarstarfsfólk KFUM og KFUK

6. maí 2016|

Þessar vikurnar er sumarstarfsfólk KFUM og KFUK að gera sig tilbúið fyrir spennandi sumar í sumarbúðum félagsins. Á annað hundrað starfsmanna munu í sumar bjóða upp á fjölbreytta og spennandi dagskrá fyrir börn og unglinga á öllum aldri. Allt starfsfólk [...]

Vorhátíð Kaldársels 30. apríl

25. apríl 2016|

Laugardaginn 30. apríl kl. 15:00-17:00 verður vorhátíð Kaldársels, en þá verður opið hús þar sem gestum gefst tækifæri til að kynnast staðnum. Í boði verða hoppukastalar, leikir og andlitsmálun. Farið verður í hellaferð ef veður leyfir eða hetjugöngu fyrir þá [...]

Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK hefst 16. mars

25. febrúar 2016|

Skráning í dvalarflokka í sumarbúðum KFUM og KFUK á Íslandi hefst miðvikudaginn 16. mars kl. 18:00. Hægt verður að koma í hús KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík og í hús félagsins í Sunnuhlíð á Akureyri og skrá þátttakendur. [...]

Aðalfundur Kaldársels 9. mars

17. febrúar 2016|

Aðalfundur Kaldársels verður haldin miðvikudaginn 9. mars á Holtavegi 28. Fundurinn hefst kl. 20:00 en á honum fara fram venjuleg aðalfundarstörf, starfsskýrsla kynnt, endurskoðaðir reikningar lagðir fram, fjárhagsáætlun kynnt, kosið er í stjórn og umræður um starfið fara fram. Allir [...]

Sumarstörf hjá KFUM og KFUK 2016

9. janúar 2016|

Á hverju ári ræður KFUM og KFUK á Íslandi mikinn fjölda sumarstarfsfólks til starfa í sumarbúðum og á leikjanámskeiðum félagsins. Um er að ræða spennandi, gefandi og umfram allt fjölbreytt störf í Kaldárseli, Ölveri, Vatnaskógi, Vindáshlíð og á Hólavatni, ásamt leikjanámskeiðum [...]

Leikjanámskeið – föstudagur

17. júlí 2015|

Blessuð Nóttin gekk mjög vel hér í Kaldárseli og flottir krakkar sem stóðu sig eins og hetjur. Í gærkvöldi ætlum við að hafa kvöldvökuna úti en veðurguðirnir komu í veg fyrir það. Við náðum þó að grilla sykurpúða í lok [...]

Leikjanámskeið – fimmtudagur

16. júlí 2015|

Jæja þá er komið að stóra deginum! Það verður gist í Kaldárseli í nótt! Mikil spenna hjá hópnum og margir hverjir að gista í sumarbúðum í fyrsta skipti. Við foringjarnir hlökkum mikið til að stefnum að því að gera daginn [...]